Foreldraviðtöl á Google Meet

Það voru tómlegir gangar Árskóla á foreldraviðtalsdegi haustsins, enda öll foreldraviðtöl rafræn í þetta skiptið. Dagurinn gekk vel, einstaka tæknileg vandamál með hljóð eða mynd, flest leystust með því að yfirgefa fundinn og mæta á hann aftur (slökkva og kveikja trixið virkar þarna líka 😉 ). 


Sem foreldri sótti ég þrjá rafræna fundi og vorum við börnin mín sammála um að þeir væru bæði skilvirkari og hnitmiðaðri fyrir utan að allir eru svo dæmalaust stundvísir í rafheimum 😁
Við hefðum heldur ekki þurft að fresta og fá nýjan viðtalstíma ef við værum ekki í réttu póstnúmeri eins og stundum gerist. 

Með Google Meet er hægt að bjóða hvernig netfangi sem er á rafrænan fund, en sá sem boðar fundinn þarf hins vegar að vera með Google netfang. Hægt er að tengjast fundinum í gegnum síma, spjaldtölvu eða tölvu. Ekki þarf sérstakt app en vissulega geta þeir sem boðaðir verið búinir að sækja Google Meet appið. 
Hægt er að bjóða nokkrum á sama fundinn og einnig er hægt er að skipuleggja marga fundi fyrir fram þannig að allt sé klárt við upphaf viðtalsdags. 

Athugið ‼️ Ég mæli með byrja á að prufa hvort hægt sé að senda á netfang sem er ekki Google netfang frá skólanetfanginu ykkar, ef það gengur ekki þá þarf Google Admin í þínum skóla að hafa samband við Google Support og láta opna á önnur netföng vegna foreldraviðtala. Prufið þetta því tímanlega.

Ég útbjó leiðbeiningar fyrir bæði kennara og foreldra/forráðamenn sem er svo sjálfsagt að setja hér ef það nýtist einhverjum öðrum skólum/kennurum sem ætla að nota Google Meet fyrir rafræn foreldraviðtöl.

Myndband með leiðbeiningum fyrir kennara er hér 

Skjal með leiðbeiningum fyrir foreldra/forráðamenn til að afrita er hér

Góðar Google Meet stundir 👩🏼‍💻👨🏽‍💻

Comments

Leave a Reply