Kennsluáætlanir í bókmenntum

Ég hef verið í nokkurri tilraunastarfsemi hvað varðar íslenskukennslu og bókmenntir. Markmiðið hefur verið að vinna meira með góðar bókmenntir á fjölbreyttan hátt og um leið vinna minna með hefðbundnar vinnubækur.
Í lok lesturs á góðri bók vinna nemendur skapandi skil og er óhætt að segja að það sé virkilegt tilhlökkunarefni bæði hjá þeim að velja sér verkefni og hjá mér sem kennara að njóta uppskerunnar. 
Ég hef gert nokkrar kennsluáætlanir með verkefnahugmyndum í kringum þær bókmenntir sem ég hef unnið með síðstu tvö skólaár og deili þeim hér ef einhver getur nýtt þær, betrumbætt eða yfirfært hugmyndir og verkefni á aðrar bókmenntir. Ingvi Hrannar vann að stærstum hluta kennsluáætlunina í Undur og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi. 

Smellið á myndirnar hér fyrir neðan.

Einhver verkefni í Stráknum voru unnin í Nearpod – ef það er áhugi fyrir að fá þau þá hendið á mig línu með netfanginu ykkar.

Ég mæli svo eindregið og endalaust með lesturs þessarar bókar á unglingastigi – þvílík lífsleiknibók – ætti að vera skyldulesning.

Ég nýtti Laxdælu til að þjálfa lesskilning þar sem þörf var á þeirri þjálfun með einhverjum hætti í bekknum. Reglulega var sagt frá söguþræðinum á “unglingamáli” svo allir fylgdu þræðinum.
SketchPartyTV leikurinn í restina var gríðarlega skemmtilegur og eitthvað sem ég kem til með að nota miklu oftar.

Holl lesning – fellur mikið undir samfélagsfræðimarkmið og er því tilvalin til samþættingar við íslensku. Sköpuðust góðar umræður við lesturinn um málefni flóttamanna, málefni sem varðar okkur öll.

 Screenshot 2019-11-01 at 08.57.06.png

Góð bók um samskipti, foreldrahlutverkið, forgangsröðun og lífsgildi.  

Leave a Reply