Umræða um snjalltæki í skólum hefur fengið talsvert pláss í fjölmiðlum undanfarið og þá sjaldnast á jákvæðan hátt. Umræðan hefur einskorðast að mestu við símabönn og skjátímanotkun. Það er því ekki úr vegi að varpa betra ljósi á það hverju tækni í kennslu breytir hvað varðar nám og kennsluhætti og hvaða möguleika hún opnar bæði fyrir nemendur og kennara.
Ég var beðin um að vera með erindi á morgunverðafundi samtakanna Náum áttum, en það er samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál. Að baki þessa samstarfshóps standa m.a. Barnaheill, Barnaverndastofa, Landlæknisembættið, Heimili og skóli, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og umboðsmaður barna.
Ég fagna því að samtök eins og þessi fái “starfsmann á plani” til að deila sinni reynslu af tækni í kennslu. Ég átti ekki heimangengt frá Sauðárkróki þannig að fyrirlesturinn rúllaði á Grand Hótel af YouTube, ég svaraði fyrirspurnum í gegnum Skype og stökk svo beint í kennslu að því loknu. Svona er nú tæknin þægileg.
Það sem ég vildi sagt hafa um tækni í kennslu og snjalla nemendur setti ég saman með Keynote og iMove og er að finna hér: