Forritun er ákveðið læsi á stafrænni öld. Hún eykur skilning nemenda á þeirri tækni sem þeir eru að nota daglega og færir þá þannig frá því að vera neytendur eða “notaðir” í að vera notendur, í merkingunni að það eru þeir stjórna tækninni en tæknin stjórnar þeim ekki. Markmiðið með forritunarkennslu er ekki að allir …
Það voru tómlegir gangar Árskóla á foreldraviðtalsdegi haustsins, enda öll foreldraviðtöl rafræn í þetta skiptið. Dagurinn gekk vel, einstaka tæknileg vandamál með hljóð eða mynd, flest leystust með því að yfirgefa fundinn og mæta á hann aftur (slökkva og kveikja trixið virkar þarna líka 😉 ). Sem foreldri sótti ég þrjá rafræna fundi og vorum …
Ég er svo heppin að fá að fara í skóla víða um land og endurmennta kennara. Í einni slíkri ferð var ég með fyrirlestur um breytta kennsluhætti með tilkomu tækni. Eftir fyrirlesturinn kom til mín kennari sem þakkaði mér fyrir og sagði að það væri eiginlega ömurlegt að fá mig. Ég varð svolítið hissa en …
Árið byrjaði á því að ég laumaði mér reglulega á UTís mini helgarnámskeið hjá Ingva Hrannari. Það var frábær endurmenntun, að eyða heilli helgi með frábæru fólki með vinnulotum sem nýttust mér strax í kennslu. Epli og Apple héldu vinnudag í apríl fyrir skólafólk á Bryggjunni þar sem við Ingvi Hrannar, Björgvin Ívar, Dögg Lára …
Viðburðurinn Hour of Code er haldinn árlega í byrjun desember um allan heim í tengslum við Computer Science Education Week. Klukkustund kóðunar eins og við getum kallað viðburðinn á okkar ástkæra, er frábært tækifæri fyrir bæði nemendur og kennara til að kynna sér kóðun án mikillar fyrirhafnar, því efnistök fyrir þennan viðburð eru þó nokkur. Ég …
Lýðræði er gríðarlega mikilvægt á vettvangi skólanna. Lýðræði í skólastarfi ætti að miða að því að nemendur verði færir um að taka þátt í að móta samfélagið og öðlast þannig bæði sýn til framtíðar og hugsjón til að beita sér fyrir. Skólar þurfa að taka mið af því að nemenda þeirra bíður það hlutverk að …
Það var afar ánægjulegt að vera beðin um að vera fulltrúi Norðurlands vestra á ráðstefnunni “Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða” sem fjallaði um fjórðu iðnbyltinguna. Ráðstefnan var haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi og voru það landshlutasamtök landsins alls ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu fyrir henni. Hér …
Þegar haustið færist yfir kalla skólar og fleiri eftir fyrirlestrum, vinnustofum og skrifum sem tengjast m.a. tækni í skólastarfi og breyttum kennsluháttum samfara henni. Ég fór á nokkra staði á landinu og kom að endurmenntun kennara í upphafi skólaárs. Ég hélt fyrirlestra m.a. á ráðstefnu á vegum samtaka áhugafólks um skólaþróun og talaði á vefráðstefnu …
There is no excerpt because this is a protected post.
Ég hef verið í nokkurri tilraunastarfsemi hvað varðar íslenskukennslu og bókmenntir. Markmiðið hefur verið að vinna meira með góðar bókmenntir á fjölbreyttan hátt og um leið vinna minna með hefðbundnar vinnubækur.Í lok lesturs á góðri bók vinna nemendur skapandi skil og er óhætt að segja að það sé virkilegt tilhlökkunarefni bæði hjá þeim að velja …