Ég er afar hrifin af þeirri hugmynd að nemendur fái frjálsari hendur við skil á verkefnum. Síðustu ár hef ég lesið góðar bókmenntir með nemendum í íslensku, gert fjölbreytt verkefni á meðan á lestrinum stendur en lokaverkefnið kalla ég “skapandi skil”. Þau geta verið á margskonar formi en mikilvægast er að nemendur nýti sína styrkleika á fjölbreyttan hátt.
Þegar ég bað nemendur mína í 9.bekk um hugmyndir um skapandi skil síðasta haust komu þau með þessar – en er þó þetta langt í frá tæmandi listi:
Enginn stakk upp á ritunarverkefni.
Þetta var í þriðja skipti sem þessi bekkur (37 nemendur) vinnur að skapandi skilum. Í fyrsta skiptið misreiknaði ég tímann talsvert, þau voru lengi að koma sér af stað og mikið lengur að vinna verkefnin en ég hafði gert ráð fyrir. En í þetta skiptið skilaði reynsla hinna verkefnanna sér. Þau voru fljótari að ákveða á hvaða hátt þau vildu skila, fljótari að velja sig saman og vinnubrögðin voru mun markvissari.
Þetta eins og annað, lærist og þjálfast með tímanum.
Verkefnin sem þau skiluðu voru flest algjörlega frábær og sum fóru langt fram úr mínum væntingum. Lög með texta, umhverfið endurgert í MineCraft, myndasaga, stuttmyndir og teiknimyndir sem dæmi, sjá hér:
Við vorum rétt búin með bókina og lokaverkefnið þegar fjölmargir nemendur báðu um lestur annarrar bókar og fá að gera skapandi skil aftur.
Þá hlýtur markmiðnu að vera náð.
Comments
Þetta eru alveg frábær verkefni hjá nemendum. Mér leist svo vel á þegar við vorum í heimsókn í haust, frábært að sjá þessi flottu verkefni. Flott hugmynd að fá nemenur sjálf til að ákveða hvernig þau vilja skila í skapandi skilum.
Takk fyrir það Sæmundur 🤗Það var líka gaman að fá UTís hópinn í heimsókn á þessum tíma því nemendur voru þrælmontnir yfir athyglinni sem þau fengu – frábært pepp ☺️
Flott verkefni! Ég ætla að fá að ættleiða lýsinguna „skapandi skil” ef það er í lagi 🙂 Ég hef verið að tala um fjölbreyttar afurðir, nemendamiðað nám, en þetta kjarnar svo merkinguna.
Þegar ég var að kenna í Langholtsskóla var mikið verið að vinna með skapandi skil og eitt af þeim verkefnum sem urðu til þar var þessi verkfærakista http://www.erjordinihaettu.com/verkfaerakista – sem fylgir verkefninu Jörð í hættu!?. Mögulega getur einhver nýtt sér þetta þó að síðan sé orðin nokkurra ára!
Author
Endilega ættleiddu 😄ég var einmitt að nýta mér Jörðin í hættu í náttúrufræði í 9.b núna á vordögum – takk!
Pingback: Kennsluáætlanir í bókmenntum – alfhildur.com
Pingback: Að segja nei – alfhildur.com